Monday, December 9

Múhaha. Er kanski ekki bara málið að leggja þessa síðu niður!? Allir sem eru ekki sammála ekki rétta upp hönd. Ok, síðan verður áfram og fær að rotna hér í friði. Amen.

Monday, November 11

Jahá. Það eru allir hættir að skrifa hér, kanski vegna þess að allir eru komnir með eigið blogg, sem er bara besta mál. Þau eru hér:
Maggi
Hlynur
Jóhann Már
Einar Þorgeirs.

Veskú!

Thursday, October 24

Jæja þá. Það ætlar bara ekkert að linna hjá mér að koma með einhverjar svaka "life-altering" ákvarðanir. Ég er hættur í HÍ. Það er búið að vera yfirvofandi í þónokkurn tíma, en ég var mjög lengi að sætta mig við það. Ég var alveg hættur að sinna þessu, og var ástæðan einfaldlega algjört áhugaleysi á náminu sem ég var í. Ég vildi ekki læra þetta, þótti þetta leiðinlegt, sá alls ekki fram á að upp myndi blússa e-r svak áhugi allt í einu, þannig að ég hætti.
Ég var sosem löngu hættur. Þegar ég hætti í verkfræðinni fór ég í tölvunarfræðina svona bara til að hætta ekki í HÍ, prófa eitthvað nýtt og sjá hvernig það myndi ganga. Og það gekk illa. Alveg jafn illa og verkfræðin. Ég er fúll að þetta hafi ekki gengið. Ég vildi sosem alveg að ég hefði áhuga á þessu og gæti gert þetta af viti, en það er ekki mitt val. Ég þoldi þetta nám bara einfaldlega ekki. Og það er líka bara besta mál að ég hafi áttað mig á því núna, frekar en þegar ég er búinn að velkjast í þessu í lengri tíma.
Verkfræðin var alltaf bara eitthvað sem ég ætlaði að prófa. Það lá beinast við. Ég búinn að vera í raungreinunum allan þennan tíma og gengið bara ágætlega, amk í stærðfræði. Eðlisfræðina hataði ég alltaf (svolítið stjúpid komandi útúr manni sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut ég veit!). Nú er ég búinn að prófa þetta, en þetta er ekki eitthvað sem mig langar að gera. Núna veit ég það, en það sem ég veit ekki er hvað ég vil gera. Ég verð að fara að vinna í því núna. Fæ mér bara vinnu, fæ smá pjéning og get kanski gert eitthvað skemmtilegt fyrst ég er ekki að mennta mig. Evrópureisu í vor með strákunum eða eitthvað! Maður verður að líta á björtu hliðarnar.
Vonandi gengur strákunum sem eftir eru í verkfræðinni betur en mér. Ég hef fulla trú á þeim því þeir hafa gaman af þessu og eru alveg ótrúlega dulegir alltaf. Gangi ykkur vel drengir! Ég bið að heilsa Jóni Erlends! Hvernig lýst ykkur á það!?
Maggi.

Monday, October 21

AIRWAVES RÚLAR!!!
Djöfull var svakalega gaman um helgina!!! Fimmtudagurinn hófst með nokkuð trylltu rokki á Vídalín, og þar sem við mættum frekar snemma (ég, Gulli, Stinni, Atli, Árni og Eiríkur) vorum við alveg fremst við sviðið! Luna byrjaði og voru þau bara nokkuð góð, sérstaklega hörðu lögin. Þessi rólegu voru líka fín sko. En svo tók Úlpa við, og þeir voru ekkert smá góðir! Tóku nokkur lög og voru þau hvert öðru betra. Spilamennskan gerist vart þéttari, og ekki spillti fyrir að vera einn meter frá hljómsveitinni! Það var allt morandi í einhverju camera-crewi, sem var að taka upp myndband eða eitthvað. Við fórum áður en Sofandi byrjuðu, og var slegist um sætin okkar. Við sáum eftir því, því þeir voru víst argandi snilld eins og Úlpa.
Við örkuðum yfir á Iðnó með viðkomu í Nasa til að kíkja á Daysleeper til að heyra í þeim hljóðið, og þeir sánduðu fínt. Á Iðnó og spjölluðum við fólk sem við þekktum þar til Jagúar byrjaði og þeir voru fínir, fönký stemmning að venju. Þarna hittum við hitt gengið, Andrés, Jómba, Atla og Jóa en týndum þeim fljótt aftur. Entumst ekki lengi á Jagúar heldur löbbuðum lengra inn í bæ. Ég, Stinni og Árni fórum á Astró þar sem var GEÐVEIK stemmning, hardcore techno að mínu skapi!!! Þar trylltum við lýðinn með danstöktum okkar í einar 20 mín, eða þar til við vorum löðursveittir og ákváðum að kíkja á Grand Rokk. Þar var skíta-stemmning á ammæli Smekkleysu og fórum við því aftur á Iðnó til að ná Xploding Plastix frá Noregi! Þeir voru með tölvumúsíkina á hreinu, og voru fínir en við stoppuðum bara í þrjú lög. Fórum frekar á Nasa til að ná Remy Zero frá USA, og sáum sko ekki eftir því!!! Þeir voru virkilega skemmtilegir, minntu einna helst á Muse (sérstaklega söngvarinn), og vorum við himinlifandi að hafa uppgötvað þessa eðal-grúppu fyrstir Íslendinga. ;) Nenntum lítið að hanga lengur í víkinni, heldur skröltum heim í hina víkina, mjööög sáttir með kvöldið, bæði magn og gæði.

Föstudagurinn var ekki síðri. Fimmtudagurinn var einungis léttur (áfengislega séð) en það var föstudagurinn ekki! Úff... Við byrjuðum snemma með vísindaferð. Það voru þeir eðal-kumpánar Jóhann Már og Einar Þorgeirs sem voru samsekir með mér í að Egils Gull hvarf í miklum mæli frá höfuðstöðvum Esso þetta kvöldið. Þar sem bjórmagn er langbesta viðmiðunin á gæði vínsindaferða, þá var þessi andskoti góð...
Eftir vísindaferðina fórum við beint á Gaukinn til að ná sætum og gekk það eftir. Settumst við við borðið hjá frábæru fólki, pari frá New-York, og spjölluðum við mikið við þau um kvöldið og drógum þau á nokkra staði (þess má geta að ég er á leiðinni til New York fljótlega í heimsókn!) Dagskráin þar var sko ekki af verri endanum. Maus hóf kvöldið með glæsibrag og spilaði virkilega fína músík, þótt maður hafi látið sér nægja að sitja í sínu sæti og sötra sinn bjór og spjalla inn á milli við nýju vini sína. Þegar Fídel var að byrja ákvað ég að kíkja á Ensimi (þótt þeir væru búnir samkvæmt dagskrá! ég kenni bjórnum um) og hljóp því sem fætur toguðu á Nasa. Þar sá ég hinsvegar eitt lag með Singapore Sling en enga meðlimi Ensimi. Slingarar voru þó ágætir. Ég náði restinni af prógramminu hjá Fídel, en það sem kom næst var algjör helber snilld. Það var Botnleðja, og mættu þeir í geggjuðum grímubúningum (hrós fyrir það vegna hitans) og spiluðu æðislega djöflamúsík. Og þá var sko slammað!!! Fyrir framan sviðið á fullu, hrindandi og sparkandi frá sér eins og á Korn tónleikum! Eitthvað svipað var uppi á teningnum þegar Mínus var að spila, en fljótlega var þó haskað sér til að sjá 200.000 naglbíta. Þeir spiluðu á Grand Rokk og voru engu síðri en Botnleðja! Alveg frábærir og maður öskraði af innlifun með öllum lögunum og hoppaði fyrir framan sviðið. Ég fór svo stuttu eftir að Stjörnukisi byrjaði til að ná Electrolux á Gauknum. Ég og Einar stoppuðum aðeins á Nelly's og fengum okkur öllara. Síðan var það bara techno djamm dauðans á Gauknum var eftir nóttu! Svakalega gaman, og allir komust heim til sín eftir frábært kvöld.... að lokum. :)

Laugardagurinn var sá sem var beðið með mestri eftirvæntingu. Dagurinn sjálfur fór að mestu í þynnkuna eftir gullið, og var því lítið drukkið um kvöldið, enda engin ástæða til að fórna fleiri heilasellum í þessa einu hegi. Þrátt fyrir að höllin hafi verið alveg frábær, voru hin kvöldin bara svo skemmtileg að laugardagskvöldið og nóttin náði bara ekki að toppa það!
Við misstum af Apparat Organ Quartet, og var það miður. Þeir voru nebbla að sögn allra sem vissu til algjör snilld. Blackalicious voru fínir miðað við Hip-Hop band, en það er ekki my cup of tea. Þá tóku The Hives við og þá fylltist höllin! Þvílík læti í þessum eldhressu rokkurum frá Svíþjóð! Þeir náðu upp svaka stemmningu, og mér þótti gaman að þeim þótt tónlistin þeirra sé ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Eftir þetta fórum ég Þolli, Jana og Eyjó (já JANA var með okkur mestallt kvöldið! það var alveg frábært) og fengum okkur pizzu á devitos. Þegar við komum aftur voru Gus Gus byrjaðir og við nenntum ekki að horfa á þá, heldur hengum bara frammi. Ég hleypti inn vinkonu minni og vinkonu hennar með því að svindla á miðakerfinu (sem var ekki flókið, hefði getað hleypt hundruðum manns inn hefði ég nennt og sparað þeim milljónir).
Svo var komið að aðal dæminu... FATBOY SLIM steig á svið!!!! Og byrjaði einfaldlega á því að ná upp geggjaðri stemmningu sem hélt sér alla tvo klukkutímana sem hann spilaði! Hann virtist skemmta sér ótrúlega vel uppi á sviðinu, og ekki skemmtu áhorfendur sér ver! Ég stoppaði ekki í heila tvo klukkutíma, heldur dansaði eins og ég átti lífið að leysa! Það var ekkert smá gaman, og þetta prógramm (ef svo má kalla því hann var bara að spinna þetta á staðnum) var ekkert nema snilld! Úff hvað ég dansaði... Strákarnir (nema ég og Eyjó) gáfust þó fljótt upp og fóru á rúntinn niður í bæ og horfðu á eldinn á laugarveginum. Ég hinsvegar hefði ekki viljað missa af einum einasta takti! Fatboy hætti ekki fyrr en þrjú, og þá komum við okkur heim og í bælið, ekki meira djamm fyrir okkur þann daginn!

Í alla staði var þessi helgi alveg FRÁBÆR! Ég er strax farinn að hlakka til á næsta ári, og myndi kaupa miðann á morgun ef ég bara gæti! Þið talið svo bara við mig þá, því ég get reddað ykkur á þetta allt ókeypis ef miðasalan verður með sama sniði og í ár...!! Vonandi hefur mér tekist að gera ykkur öfundsjúk sem misstuð af þessu, því það var tilgangurinn! Ég minni svo á að það má enginn missa af SigurRós 12. og 13. des! Cya!

Friday, October 11

Jújú, ég er mættur aftur.
Er samt farinn að sjá það að ég hef lítið sem ekkert vit á bloggi miðað við MARVIN! Starvin Marvin er alveg að missa sig í þessu! Fyrirgefðu Marvin minn, en ég var að skoða síðuna þína í dag. Þú varst meira að segja í sömu tölvustofu, en allavega. Ég opnaði einn link og eyddi smá tíma á fínni síðu. Þegar ég kom aftur inn á síðuna þína varstu búinn að uppfæra hana aftur! NÍU SINNUM!!! (ég taldi!) Og ég taldi líka eftir daginn (svona bara ganni), og hann uppfærði síðuna sína 41 sinni yfir daginn! Öllu má nú ofgera Marvin minn. :)
Smá fréttir af mér fyrri þá sem ekki vita. Ég er kominn í tölvunarfræði úr verkfræðinni. Nennti ekki þessu bulli lengur, enginn áhugi hjá mér, og þá meina ég ekki nokkur vottur af honum, og er það lítið skárra í tölvunarfræðinni. Jæja, ég á greinilega lítið erindi í H-skóla, það sér hver hálfvita maður. Vonandi gengur restinni af eðlisfræðinördaklíkunni betur! Það eru tveir fallnir, tveir eftir í HÍ, og ein erlendis og plumar sig vonandi vel (þótt maður heyri aldrei frá henni!). Og svo heyrir maður minna og minna í Hr. Lögfæðingi. Hann er bara að lögbergast eitthvað útí bæ. Samasem fluttur í bæinn, lítið fútt í því að mínu mati.
Ég er að fara að sofa. Dreymi ykkur vel! (hvort sem það er í rúminu ykkar heima, eða í mis-þægilegum sætum H-skólabíós. ;)
Cya.

Wednesday, September 25

Tíðindin eru ekki af verri endanum. Í gær var stofnað félag sem gæti vel umbylt þjóðlífinu á þessu litla landi. MASCULINE er félag þeirra sem vilja styðja við baráttu gegn ofríki kvenna hér á landi og stuðla að jafnrétti. Slagorðið okkar er mótvægi við þá frægu setningu ,,Konur eru líka menn", og er það ,,Karlar eru líka fólk". Félagsmenn munu láta til sín taka með greinaskrifum í nafni félagsins, mótmæla- og kröfugöngum ofl. Innan skamms mun verða opnuð heimasíða þar sem áhugasamir geta skráð sig í félagið. Ekki mun vera félagsgjald, en fréttablað mun verða sent út óreglulega.
Forsvarsmenn þessa nýja og róttæka félags erum við, nokkrir drengir úr H.Í. sem höfum mikið að segja um þetta málefni, og munum láta fara mikið fyrir okkur. Bíðið bara!!
Elvis has left the building.

Monday, September 23

Ég var í tíma í morgun. Svosem ekki frásögu færandi (jú víst! ef það væri ekki frásögu færandi væri ég ekki að segja þér frá því! þetta er fáránlegt orðatiltæki eins og svo mörg önnur!)
Aaaallavega. Ég var í tíma í morgun, tölvunarfræði hjá Sven, og maðurinn var svo áhugaverður að ég hefði ekki getað haldið mér vakandi þótt Jennifer Love Hewitt hefði verið að strippa fremst á sviðinu. Einstaka sinnum hrökk ég þó við þegar hann leit af skjánum og út í salinn og öskraði óvart sinni skræku röddu í míkrafóninn eitthvað um if-else setningar í java. *sniff* *hóst*
Síðan þegar hann var búinn að ganga nokkrum sinnum fram og til baka, að töflunni og hripa eitthvað og aftur að laptopinu (sem hann kann ekkert á) og allan tímann talandi ofan í bringuna á sér (*sniff* *hóst*), þá gerðist svolítið sniðugt. Hann var búinn að flækja sig þvílíkt í snúrunni frá míkrófóninum og stendur við borðið hjá laptopinu. Hann beygir sig niður til að losa flækjuna en ekkert gangur. Tekur hann þá til þess bragðs að rykkja í snúruna en missir takið og rekur hausinn upp undir borðið og hrynur niður af sviðinu með aðra löppina ennþá fasta í míkrófónsnúrunni! Hann berst um (ekki jafn mikið og fólk í salnum berst við hláturinn) og rykkir aftur í snúruna sem vill ekki losna heldur kippir borðinu og báðum laptop tölvunum niður af sviðinu og beint yfir sjálfan sig! Aumingja Sven! (*sniff* *hóst*) Hann blótar þessi lifandis ósköp með skræku röddinni sinni og það glymur um allann salinn, því míkrófónninn er jú enn rammfastur í honum. Þeir sem sátu á fremsta bekk stóðu upp og reyndu að hjálpa honum eitthvað en hann barði frá sér og tókst loksins að standa upp með windowsið blueskreenað í bakgrunninum og hleypur út um hliðarhurðina og er næstum dottinn enn og aftur um snúruna góðu. Þetta var það eina merkilega sem gerðist í tölvunarfræði í morgun! Eða kanski var mig að dreyma. Allavega, ég skemmti mér konunglega.
(*sniff* *hóst*)
Hurru. Ef það eru ekki bara þvílílk tíðindi á klakanum daginn sem við setjum upp blogg síðuna okkar! Hann Einar er hættur í verkfræðinni! Og ekki nóg með það (eins og það sé ekki nógu mikið sjokk fyrir okkur öll nú á þessum síðustu og verstu tímum), hann er harðákveðinn í að hjálpa lítilmagnanum í baraáttu sinni við ofuröfl ríkis og bæja! Já, mikið rétt, hann er farinn í lögfræðina.
Persónulega finnst mér það ótrúlegt (Einar? lögfræðingur? neiii... hann er ekki nógu vondur í sér), en á sama tíma hið besta mál að hann hafi loks ákveðið hvað honum finnst um þessi mál. (Ákveður maður það sem manni finnst? Eða finnst manni það bara? Mér finnst amk það sem ég ákveð... Alltaf að standa (eða falla) með eigin ákvörðunum). Og ákvörðun Einars er lögfræði. Til hamingju kallinn. Ég vildi óska að ég hefði kjark í að fara í heimspekina (kanski á morgun, guð hjálpi okkur öllum, eins og ég bulli og röfli ekki nógu mikið fyrir!).

Allavega, ég Ellert og Hlynur vorum á röltinu í dag hjá háskólabíó og vorum að kryfja draum sem Ellerti dreymdi nýlega. Hann var á þá leið: Einar var klifrandi upp ljósastaur fyrir utan VR-II til að ræna ljósaperunni úr honum. Við strákarnir stóðum hjá og horfðum á þegar Einar datt af staurnum, lenti á hausnum og hálsbrotnaði. Við hópumst að honum og ætlum að kalla á sjúkrabíl, en þá sprettur Einar á fætur og segir nei þetta er allt í lagi ég fer bara sjálfur. Og svo hleypur hann í átt að spítalanum haldandi um hausinn á sér.
Og hvað finnst ykkur um það!?
Hérna er amk okkar skýring: Ljósaperan er ljósið í lífinu, hann var að reyna að finna það, ljósastaurinn hjá VR-II er verkfræðin. Hann datt úr verkfræðinni en reyndi samt að "halda haus" og fór því á spítalann, og ellert benti á að leiðin á Landspítalann (amk loftlínan) frá VR-II liggur í gegnum lögberg!!! Og hvað finnst ykkur um það!?

Keep it real.